Sigurður Skúlason

Kirsuberjagarðurinn

Herjólfur er hættur að elska

John Gabríel Borkman

Sigurður Skúlason leikari er tilnefndur fyrir leik sinn í hlutverki Leonids Andrejevítsj Gajevs í sýningu Þjóðleikhússins á Kirsuberjagarðinum. Hann túlkar hið barnslega í fari Gajevs með blöndu af gamansemi og trega og nálgast þannig hjarta verksins. Í vandaðri uppsetningu Rimasar Tuminas sannar Sigurður að hann er öflugur leikari og hefur raunar staðfest það með hverri nýrri túlkun á undanförnum árum

Sigurður Skúlason fyrir túlkun sína á hlutverkum í Herjólfur er hættur að elska og John Gabríel Borkman í Þjóðleikhúsinu: Sigurður á að baki langan og heilladrjúgan feril sem leikari á sviði, í kvikmyndum og útvarpi. Tilnefningu hlýtur hann fyrir tvær mannsmyndir sem dýpkuðu og skerptu verkin sem hann átti hlut að. Frumlegar og trúverðugar en gerólíkar manngerðir.