Sigurður Skúlason

shapeimage_2

Stud&Work

               Photos

Nám og störf

Sigurður Skúlason

fæddist í Reykjavík þ. 10. desember 1946

Nám
Listdansskóli Þjóðleikhússins/Erik Bidsted 1956-60 

Leiklistarskóli Ævars Kvaran 1963-64
Verslunarskóli Íslands 1960-66
Leiklistarskóli Þjóðleikhússins 1964-67

Störf

Þó Sigurður hafi fyrst og fremst starfað sem leikari og við leiklistartengd störf hefur hann fengist við ýmis önnur störf á lífsleiðinni, s.s. almenna verkamannavinnu,
verslunar- og skrifstofustörf, byggingarvinnu, sýningarstjórn, ritstörf, póstburð og prófarkalestur.
Þá hefur Sigurður gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félög leikara, Leikarafélag Þjóðleikhússins og Félag íslenskra leikara, en einnig fyrir Starfsmannafélag ríkisstofnana.
Í seinni tíð hefur Sigurður aukið við starfssvið sitt með kennslu í framsögn og námskeiðum í flutningi bundins máls og óbundins.

Námskeið og endurmenntun

Sigurður hefur sótt ótal námskeið og farið í smiðjur hérlendis og erlendis, bæði faglegs eðlis sem og til persónulegrar uppbyggingar og starfað í samvinnu við eða undir leiðsögn kunnáttufólks frá Norðurlöndunum, Englandi, Rússlandi, Bandaríkjunum og Kanada – að rödd og raddbeitingu, líkamshreyfingu, leik og látbragðsleik, tilfinningatjáningu, sálgreiningu, hugleiðslu o.fl.